Friday, May 20, 2016

Cleveland fær enga samkeppni í Austurdeildinni


Þetta er eiginlega verra en við reiknuðum með. Við vorum að vona að Toronto gæti eitthvað staðið í Cleveland í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar, þó nákvæmlega ekkert benti til þess. Cleveland er búið að taka 2-0 forystu í rimmunni og þó mótspyrnan hafi verið aðeins meiri hjá Toronto í leik tvö, þurftu Cleveland menn ekki að fara í sturtu eftir leikinn.

Þeir eru vissulega meiddir, Kanadamennirnir sem eru engir Kanadamenn, en þeir voru líka að væla um þreytu eftir annan leikinn. Kommon. Toronto er búið að spila helmingi fleiri mínútur en Cleveland í úrslitakeppninni, en svona ungt lið eins og Toronto hefur engar afsakanir fyrir því að geta ekki drullast til að spila á 48 tíma fresti.

Það er alltaf annar Toronto-bakvörðurinn eða báðir í einhverri krísu. Nú er það Kyle Lowry sem er í krísu af því hann er búinn að skjóta 4 af 14 í báðum leikjum og er búinn að hitta einu af sextánhundruðogáttatíuþúsund 3ja stiga skotum sínum.


Lowry er samt frákastahæsti leikmaður Toronto liðsins í seríunni við Cleveland.

Með fimm fráköst að meðaltali í leik...

Dæs...

Toronto spilaði þokkalega vörn á köflum í  seríunni við Miami, en þeir eru búnir að stengleyma hvernig þeir fóru að þvi. Það þarf víst að dekka aðeins fleiri menn hjá Cleveland. Það eru fleiri en einn maður þar sem geta skorað.

Andstæðingar Cleveland hafa ekki verið andskoti merkilegir í úrslitakeppninni fram að þessu, en á einhverjum tímapunkti verðum við að gefa þeim smá kúdós fyrir að skjóta svona fyrir utan. Cavs er með þrjá leikmenn sem eru að skjóta 50% eða betur í þristum og sex leikmenn sem eru 45% eða betur. Þetta er frekar mikið rugl sko.


Þið eruð búin að heyra og lesa það út úr LeBron James í allan vetur að hann hefur mjög ákveðnar hugmyndur um það hver sé besti körfuboltamaður heims.

"Verðmæti, serðmæti!" segir hann upphátt við sjálfan sig þegar kemur fimm mínútna löng syrpa í sjónvarpinu sem sýnir Stephen Curry raða niður þriggja stiga körfum og taka við Podoloffnum úr höndum Stjórans. Annað árið í röð.

"Sjá þennan titt..."


Cleveland er ekki með fullkomið lið, en það er mesta furða hvað það hefur komið sér á góða siglingu í úrslitakeppninni. Það var búið að vera drama í allan vetur, alveg eins og síðasta vetur, og það var meira að segja búið að vera hikst á liðinu í nokkrum leikjum í úrslitakeppnini. Samt virðist þetta ætla að smella sæmilega saman fyrir rest.

Nú eru líka allir heilir. Það er allt annað að spila við Golden State með stjörnuleikmenn á hvora hönd í stað þess að þurfa að gera allt sjálfur. Nei, sko, ALLT sjálfur. Enga svoleiðis steypu aftur.

Og nú er líka boðið upp á reglulega hvíld. Svo mikla að það liggur við að liðið detti úr takti. Enginn alvarlega meiddur núna. Nú verður tekinn almennilegur slagur og nú sjáum við hvort er hægt að vinna titil í Cleveland eða ekki.

LeBron James er náttúrulega að hugsa um:


Og ef það á að lúkka rétt, þarf að fara að koma titill áður en glugginn lokast.
Áður en það verður of seint.

Það veltur alveg á Cleveland hvað Toronto serían verður löng. Það getur vel verið að þeir leyfi þessu að fara í fimm leiki, bara svona til gamans. Það kæmi okkur þó alls ekki á óvart þó Cleveland myndi sópa þessu.

Vonandi fyrir stuðningsmennina nær Toronto að bjarga andlitinu með því að vinna einn eða tvo leiki heima svo þetta verði ekki alveg tilgangslaus ferð í úrslit austursins hjá þeim greyjunum.

Kaldur og nöturlegur veruleikinn blasir samt við Kanadaliðinu. Toronto er laumufarþegi í undanúrslitum og er tveimur klössum veikara lið en hin þrjú sem eru eftir.

Þetta þýðir að LeBron James er að krúsa inn í enn eitt lokaúrslitaeinvígið án þess að hafa nokkurn skapaðan hlut fyrir því og þetta hefur aldrei verið eins létt fyrir hann eins og í ár.

Cleveland er tíu núll og  er að setja alls konar met. Við nennum ekki að telja þau upp, af því Cleveland mönnum gæti ekki fræðilega verið meira sama um þau. Þeir vilja bara klára upphitunina svo þeir geti byrjað á bardaganum.

Eitt þarf að koma hér fram, mjög mikilvægt atriði. Fólk þarf að taka höfuðið út úr ristlinum á sér og átta sig á því að LeBron James er ennþá alveg hrikalega góður í körfubolta.

Við verðum alltaf vör við það reglulega að einhverjir ellilífeyrisþegar og aldamótabörnin eru að hrauna yfir hann. LeBron er bara old news og drasl af því Stephen Curry er búinn að vera leikmaður ársins tvö ár í röð. Kommon.

LeBron er að spila á krúskontról núna af því hann þarf ekki að eyða meiri orku í þetta, en hann er samt að spila stórkostlega.

Hann henti í þrennu í nótt til gamans og minnti okkur á það hvað hann er viðbjóðslega góður í körfubolta. Það eru allir búnir að taka honum sem sjálfsögðum hlut þrjú ár og eru því búnir að gleyma því að leikmenn eins og hann koma fram á fimmtíu ára fresti.

Við erum að segja ykkur það: LeBron James er HARÐ ákveðinn í að hjóla í hvaða stórstjörnu sem það verður sem hann mætir í úrslitum og sýna henni eða þeim hver er besti körfuboltamaður í heimi.

Minnir á þetta skemmtilega komment í úrslitunum í fyrra (1:03).LeBron James verður á missjóni sem aldrei fyrr í lokaúrslitunum í næsta mánuði og það verður geggjað að fá að fylgjast með því. Curry? KD? Russ? LeBron? Hver ætlar að hirða hásætið?

Hérna eru nokkrir tölfræðimolar og ýmislegt skemmtilegt. 
 lol