Friday, March 11, 2016

Stjarnan hirti annað sætið (myndir)


Það var gaman að horfa á Stjörnuna og Keflavík berjast um annað sætið í Domino´s deild karla í gærkvöldi. Leikurinn var ekki fallegur á að horfa, en gott ef hann var ekki besta mögulega upphitun liðanna fyrir úrslitakeppnina. Slík voru átökin - og það eðlilega - um hvort liðið gæti frestað því lengur að mæta KR í úrslitakeppninni.

Keflavíkurliðið hefur aðeins verið að gefa eftir undanfarið og við vitum að margir kenna Kanamálum liðsins um - að það hefði aldrei átt að skipta um Kana. Við kaupum ekki að það sé öll sagan á bak við vandræði Keflavíkur, en það er auðvitað rosalega þægilegt að benda á þetta. Kenna bara Jerome Hill um þetta allt saman. Við ætlum nú ekki að gera það, en það er ljóst að Kef þarf að rífa sig vel upp fyrir einvígið við Tindastól, annars er ekki langt eftir af leiktíðinni hjá þeim.

Hérna eru annars nokkrar myndir úr Ásgarði í kvöld: