Wednesday, March 2, 2016
Nýtt hlaðvarp
Stephen Curry er mál málanna í körfuboltaheiminum í dag og einkasýning hans í sigri Golden State á Oklahoma í einum besta deildarleik í sögu NBA á laugardaginn, hefur vakið heimsathygli. Þegar svona mikið gengur á, er gott að fá innlegg frá fagmönnum í umræðuna og því sló Baldur á þráðinn til Friðriks Inga Rúnarssonar þjálfara Njarðvíkur og fékk hann til að deila með okkur skoðunum sínum á Curry og Warriors-liðinu.
Svo skemmtilega vill til að Friðrik er góður vinur Bob McKillop þjálfara Davidson-háskólans sem Stephen Curry lék með á sínum tíma og því er enn áhugaverðara að heyra hvað Njarðvíkurþjálfarinn hefur um Curry að segja.
Þeir Baldur og Friðrik ræða svo margt fleira í þættinum eins og til dæmis Billy Donovan þjálfara Oklahoma, þjálfaramálin hjá Cleveland, hvaða lið eru líklegust til að veita Warriors keppni í úrslitakeppninni og koma m.a.s. aðeins inn á stöðu mála hjá Philadelphia 76ers.
Þið getið hlustað á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan eða farið inn á hlaðvarpssíðuna og sótt hann þar til að setja hann inn á spilarann. Njótið vel, kæru lesendur/hlustendur.
Efnisflokkar:
Friðrik Ingi Rúnarsson
,
Hlaðvarpið
,
Stephen Curry