NBA Ísland óskar KR-piltum og Snæfells-stúlkum til hamingju með bikarmeistaratitlana í gær. Það er alltaf svo gaman að vera til á bikardeginum, þegar við fjölmennum öll í höllina, hittum hvort annað og skemmtum okkur saman yfir frábærum körfubolta. Allir vinna, nema þeir sem tapa.
Við ætlum ekki að reyna að neita því að Þórsliðið úr Þorlákshöfn er búið að heilla okkur mikið í vetur og því var sómi af því að sjá þetta skemmtilega lið í Höllinni í gær. Eins og flestir reiknuðu með, reyndist KR-liðið of stór biti til að kyngja fyrir austanmenn, en þeir stóðu sig frábærlega og eiga hrós skilið fyrir frammistöðu sína í sínum fyrsta bikarúrslitaleik.
Það sem gladdi okkur mest við úrslitaleikinn í karlaflokki var sú staðreynd að Helgi Magnússon næði að vinna sigur í því sem er nokkuð örugglega hans síðasti bikarúrslitaleikur. Helgi og KR-liðið hans hefur lent í basli í bikarnum á undangengnum árum, en það var ljóst frá fyrstu mínútu í gær að Helgi ætlaði alls ekki tómhentur heim úr höllinni. Hann ætlaði að vinna þennan fjandans titil og ekkert rugl!
Það verður eftirsjá í höfðingja eins og Helga þegar hann hættir að spila í vor, því menn eins og hann vaxa ekki á trjánum. Liðsmenn og leiðtogar út í gegn, fúndamentin á hreinu og aldrei neitt bull. Sannkallaður meistari, hann Helgi. Þá er bara að loka Íslandsmeistaratitlinum, til að fullkomna endasprettinn. Það yrði sannarlega draumaár fyrir þennan frábæra leikmann.
Hérna eru nokkrar