Þegar fólk er svo heppið að fá menn eins og Kjartan Atla Kjartansson í heimsókn, kemur ekki annað til greina en að búa til hlaðvarp í leiðinni Við hér á NBA Ísland vorum einmitt svo heppin að Kjartan kíkti við í hljóðveri Hlaðvarps NBA Ísland í dag. Við eigum enn eftir að ganga frá formlegu nafni á hljóðverið, sem ber vinnuheitin Stúdíó Digranes og Pacific Studios (ísl. Kyrrahafshljóðverið), en skírnin verður líklega að bíða betri tíma.
Umræður í 57. þættinum okkar snerust um allt mögulegt, svo sem bikarleikina um helgina, eftirminnilega bikarleiki sem Kjartan hefur spilað á ferlinum, þjálfaramálin og hver er besti þjálfarinn á landinu í dag. Loks var skrensað aðeins við í NBA deildinni, þar sem meðal annars var rætt um ótrúlega spilamennsku Stephen Curry og Golden State og framtíðaráform Boston Celtics.