Tuesday, December 29, 2015

Nýtt hlaðvarp


Í 55. þætti Hlaðvarps NBA Ísland fara Baldur og Gunnar yfir stöðu mála í NBA deildinni, lið fyrir lið, og ræða meðal annars hvernig austurdeildinni hefur vaxið fiskur um hrygg að undanförnu, hvaða lið geta átt von á að keppa um titla og hver ekki, hvort Golden State geti slegið met Chicago Bulls yfir flesta sigra á einu tímabili, stjörnuleikjahefðina, kveðjutúr Kobe Bryant og margt, margt fleira - skárra væri það nú á 90 mínútum af gæðahlaðvarpi (með nokkrum innskotum af ótímabærum flugeldasprengingum frá vandræðaunglingum í Grafarholti).

Þú getur hlustað á þáttinn í spilaranum hérna fyrir neðan eða farið inn á hlaðvarpssíðuna til að sækja hann og setja hann inn á spilarann þinn.