Þrjú mál eru efst á baugi í 53. þætti Hlaðvarps NBA Ísland. Fyrst ræða þeir Baldur Beck og Kjartan Atli um yngriflokkaþjálfun og hvaða áherslum er farið eftir þegar verið er að þjálfa krakka sem eru að stíga sín fyrstu skref í körfubolta.
Því næst (20 mín.) taka þeir félagar á máli málanna sem er yfirlýsing Kobe Bryant um að hann ætli að leggja skó sína á hilluna í vor eftir langan og glæsilegan feril. Baldur og Kjartan stikla á stóru yfir það góða, slæma og eftirminnilegasta á ferli Bryants og velta fyrir sér hvar hversu hátt hann er kominn á lista bestu körfuboltamanna allra tíma.
Í lokin (1 klst. 16 mín) víkja þeir svo talinu að meisturum Golden State Warriors og lygilegri sigurgöngu þeirra undanfarið. Hvað er það sem gerir það að verkum að þetta lið virðist ekki geta tapað körfuboltaleikjum lengur?
Þú getur hlustað á þáttinn með því að styðja á afspilunarhnappinn í apparatinu hérna fyrir neðan - nú eða vippað þér inn á Hlaðvarpssíðuna góðu og fylgt leiðbeiningunum þar til að sækja þáttinn og setja hann t.d. inn á MP3 spilarann þinn. Verði ykkur ítrekað að góðu elskurnar.