Maður á alltaf að borða brauðið fyrst og gæða sér svo á súkkulaðikexinu. Læra fyrst heima og fara svo út að leika sér. Það segja mömmurnar alltaf, enda höfðum við þann háttinn á þegar við saumuðum Vegasvarpið okkar árlega saman. Við byrjum á austrinu og endum á vestrinu.
Hérna er sumsé skotheld tilraun "sérfræðinga" NBA Ísland til að gera sig að árlegum fíflum með því að reyna að giska á sigrafjölda liðanna (eða þar um bil) í vetur. Það má alltaf hlæja að þessu í lok leiktíðar, enda stundar enginn veðmál eða fjárhættuspil á ritstjórn NBA Ísland og við mælum ekki með slíku við nokkurn mann, konu eða barn.
Hlustaðu endilega á dýrðina í spilaranum hérna fyrir neðan, eða gerðu eins og við gerum sjálf - og farðu inn á hlaðvarpssíðuna og dánlódaðu þættinum og settu hann inn á mp3 spilarann þinn (og geymdu eins og fjársjóð meðan þú lifir og hlustaðu á hann aftur og aftur á góðum sem slæmum stundum í lífi þínu).