Wednesday, October 28, 2015

Nýtt hlaðvarp, nema hvað


Þátturinn Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport hefur heldur betur slegið í gegn frá því hann hóf göngu sína á dögunum og Hlaðvarp NBA Ísland sló á þráðinn til stjórnanda þáttarins og spurði hann út í dagskrárgerðina, fólkið á bak við tjöldin og þær jákvæðu viðtökur sem þátturinn hefur fengið.
Í lokin berst svo talið að NBA deildinni sem hefst í nótt, nema hvað. Hlustaðu á kvikindið í spilaranum hér fyrir neðan eða hoppaðu inn á Hlaðvarpssíðuna og sæktu það þar.