Wednesday, September 23, 2015

Hlaðvarp NBA Ísland: 49. þáttur


Hörður Tulinius á karfan.is er gestur í 49. þætti Hlaðvarps NBA Ísland. Hörður fylgdist náið með íslenska landsliðinu á EM á dögunum og deilir upplifuninni í Berlín með okkur. Hann komst meðal annars í návígi við mörg af stærstu nöfnunum í körfuboltaheiminum og segir okkur hvaða leikmenn og lið spiluðu best og verst á mótinu að hans mati.

Áður en viðtalið við Hörð hefst, leikum við stutt brot úr nýjasta þætti hlaðvarpsins Dunc´d on basketball, þar sem umsjónarmaðurinn Nate Duncan og hinn finnski Kristian Palotie fara fögrum orðum um íslenska landsliðið fyrir frammistöðu þess á EM um daginn.

Þú getur hlustað á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan eða sótt hann (download) inni á hlaðvarpssíðunni okkar góðu.