Thursday, June 4, 2015
Nýtt hlaðvarp
42. þáttur hlaðvarpsins góða er kominn inn á samnefnda síðu hjá okkur. Gesturinn að þessu sinni er Kjartan Atli Kjartansson og helstu viðfangsefni þáttarins eru meðal annars staða LeBron James á lista bestu körfuboltamanna allra tíma og skoðanir fólks á því hvar hann stendur andspænis Michael Jordan á því sviði, bylting Stephen Curry í NBA deildinni og auðvitað lokaúrslitaeinvígi Golden State og Cleveland sem hefst 4. júní. Í lok þáttarins er svo greint frá litlu samstarfsverkefni sem er á döfinni hér heima.
Smelltu hér til að fara á hlaðvarpssíðuna og næla þér í þessi andlegu og sálrænu bætiefni sem hlaðvarp NBA Ísland hefur upp á að bjóða.
Efnisflokkar:
Cavaliers
,
Hlaðvarpið
,
Kjartan Atli
,
Kjartansson
,
LeBron James
,
Stephen Curry
,
Úrvalsleikmenn
,
Warriors