Wednesday, May 20, 2015
Tilkynning frá dagskrárdeildinni
Efst á þessari síðu, er flipi sem á stendur "Dagskrá/Leikir í beinni" en það er deginum ljósara að það áttar sig ekki nokkur maður á því. Ástæðan fyrir því að við höfðum þessa sérstöku dagskrársíðu þarna er að við nennum ekki að skrifa sérstaka færslu um það í hvert einasta skipti (og þetta eru mjög mörg skipti) og tilkynna þarf um nýjustu útsendingar á Stöð 2 Sport og NBA TV frá deildar- eða úrslitakeppninni.
Þessi síða er búin að vera á sama stað í mörg ár, en er ekki að skila tilætluðum árangri, svo við neyðumst til að gera þetta handvirkt framvegis. Þessi ráðstöfun breytir líklega engu um það að við eigum eftir að fá tugi tölvupósta, skilaboða og tísta með spurningum út í dagskrá á hverjum einasta degi áfram, en það verður þá bara að hafa það.
NBA TV hættir að sýna beint frá úrslitakeppninni þegar kemur að undanúrslitum, svo það sé á hreinu, en hér fyrir neðan eru næstu staðfestu beinu útsendingar frá undanúrslitunum í NBA - og í guðsbænum komið þeim áleiðis til fólksins sem veit ekki neitt og fattar ekki neitt.
Ritstjórnin.
Undanúrslitaeinvígin í NBA á Stöð 2 Sport:
Mið 20. maí Atlanta - Cleveland leikur 1 kl. 00:30
Fim 21. maí Golden St. - Houston leikur 2 kl. 01:00
Fös 22. maí Atlanta - Cleveland leikur 2 kl. 00:30
Lau 23. maí Houston - Golden St. leikur 3 kl. 01:00
Mán 25. maí Houston - Golden St. leikur 4 kl. 01:00
Þri 26. maí Cleveland - Atlanta leikur 4 kl. 00:30
Tilkynnt verður um framhaldið í undanúrslitunum þegar það liggur fyrir.
Allir leikir í lokaúrslitunum verða sýndir beint eins og venjulega.
Efnisflokkar:
Dagskrá