Wednesday, May 27, 2015

Sjálfur kvöldsins














































Við lifum á tæknitímum og nú er enginn hvorki maður með mönnum né kona með konum nema henda í nokkrar sjálfur (ens. selfies) til að deila heimildum um líf sitt með heiminum.

Það gerðu leikmenn Cleveland þegar þeir hentu Atlanta í frí í kvöld. LeBron James tók eina strax inni á vellinum með fjölskyldunni og JR Smith hlóð í eina með félögum sínum James og Tristan Thompson í pontu á miðjum fjölmiðlafundi eftir leik. Svona á víst að sigra árið 2015.