Saturday, May 2, 2015

Risavaxið sportkvöld í kvöld


Stundum er svo mikið um að vera í sportinu að það liggur við að vera of mikið. Laugardagurinn 2. maí 2015 er einn af þessum dögum, því fyrir utan venjulega dagskrá með laugardagsfótboltanum, verða tveir risavaxnir viðburðir á dagskrá eftir miðnættið.

Á slaginu tólf í kvöld verður bein útsending frá oddaleik LA Clippers og San Antono Spurs í NBA deildinni. Hér er á ferðinni hreinn úrslitaleikur um hvort liðið fer áfram í þessari langbestu rimmu fyrstu umferðarinnar. Athugið að leikurinn verður sýndur á Sport 3 af því næsti viðburður á eftir verður á Sportinu.

Þá munu Bubbi og Ómar lýsa hnefaleikabardaga aldarinnar milli Manny Pacquiao og Floyd Mayweather. Bein útsending þar hefst klukkan eitt á Stöð 2 Sport, en það er ekki ólíklegt að stóri bardaginn hefjist passlega eftir að leik Clippers og Spurs lýkur. Þetta verður rugl.