Saturday, March 14, 2015

Wiggins er á leið í meiðsli


Sjónvarpsmenn Fox sem sjá um að sýna frá leikjum Minnesota Timberwolves eru ekki hjátrúarfullir. Það sýndi sig í nótt þegar þeir vörpuðu þessu skilti á skjáinn.



Þeir eru sem sagt búnir að gefa sér það að nýliðinn magnaði Andrew Wiggins muni spila alla leikina með liðinu í vetur þennan mánuð sem eftir er af tímabilinu. Þeir hafa sumsé engar áhyggjur af því að jinxa stjörnunýliða klúbbs sem hefur varla náð að koma saman liði kvöld eftir kvöld vegna meiðsla í mörg ár.

Þið lásuð það hér að Andrew Wiggins er á leið í meiðsli. Vonandi ekki alvarleg. Þetta er efnilegur strákur. En það er ekki fræðilegur möguleiki að hann spili alla 82 leikina fyrir liðið eftir þetta hrokafulla og heimskulega útspil sjónvarpsmanna Fox í nótt. Þvílík sauðnaut.