Thursday, March 12, 2015

New Orleans er sjálfu sér verst


Við áttum ekki von á því að kapphlaupið um áttunda sætið í Vesturdeildinni yrði mikið kapphlaup eftir að Oklahoma náði Phoenix og New Orleans um daginn, en annað hefur komið á daginn.

Í haust var það Phoenix sem var að hóta því að gera eitthvað, en á meðan Suns hefur dalað, hefur New Orleans einhvern veginn haldið sér inni í myndinni áfram. Og það þrátt fyrir talsverð meiðsli á lykilmönnum. Við erum ekki viss um að New Orleans hafi spilað einn einasta leik í vetur án þess að vera án 2-3 lykilmanna.

Þegar þetta er skrifað munar ekki nema veiðihári á Oklahoma og New Orleans og Oklahoma er auðvitað ekki á fullum styrk á meðan Kevin Durant er í meiðslum, svo það er ennþá a.m.k. fræðilegur möguleiki fyrir Skarfana að komast í úrslitakeppnina.

Reyndar er það Dallas sem er liðið sem allir eru að benda á þessa dagana, enda er það gjörsamlega búið að gera í buxurnar. Dallas þarf reyndar að halda áfram að drulla á sig í nokkrar vikur í viðbót til að Oklahoma og New Orleans geti haft við það sætaskipti, en sá möguleiki er nú fræðilega inni í myndinni, sem hann var sannarlega ekki í febrúar. Hérna er staðan í Vesturdeildinni núna:
























Við klipptum út leikjaplön New Orleans og Oklahoma það sem eftir
er af deildarkeppninni svo þið getið borið þau saman.































Ástæðan fyrir því að við dæmdum New Orleans úr leik um daginn var ekki bara að Oklahoma ætti eftir að taka rispu, heldur vorum við að skoða leikjaplanið hjá New Orleans og pirra okkur á því hvað Brúnar og félagar væru búnir að tapa hrikalega asnalegum leikjum.

Veistu til dæmis hvaðan tólf síðustu töp New Orleans hafa komið? Við skulum sýna ykkur það: Charlotte, Boston (2x), Philadelphia, New York, Denver, Oklahoma, Chicago, Utah, Indiana, Orlando, Dallas og Boston.

Þetta eru síðustu tólf tapleikir New Orleans. Þetta hlýtur að vera grín.

Auðvitað kemur það fyrir öll lið að tapa einum og einum asnalegum leik á svona löngu og erfiðu tímabili, en öll þessi töp fyrir skítaliðum hjá New Orleans eru gjörsamlega óafsakanleg.

Svo óafsakanleg að ef Oklahoma stelur af þeim áttunda sætinu, er það leikmönnum New Orleans sjálfum að kenna. Án gríns.

Pældu í því! Ef New Orleans hefði drullast til að vinna Charlotte, Boston (2x), Philadelphia, New York, Denver, Utah og Orlando - gefum þeim séns og segjum að þeir klári bara sex af þessum átta leikjum - þá er New Orleans ekki bara með örugga forystu á Oklahoma heldur að berjast við Dallas um sjöunda sætið.

Það er eðlilegt að fólk sé að spyrja sig hvort New Orleans eigi skilið að komast í úrslitakeppnina eftir að vera búið að drulla svona á sig. Eins mikið og við værum til í að sjá Brúnar í sinni fyrstu úrslitakeppni, verðum við að segja nei - fyrir utan það að það kemur ekki til greina að Russ missi af úrslitakeppninni.

Svona er lífið stundum stórundarlegt í NBA deildinni.