Tuesday, March 17, 2015

Denni Dæmalausi


Flest ykkar hafa eflaust séð að minnsta kosti einn körfuboltaleik með Dennis Rodman á ævinni. Þeir sem eiga það eftir, ættu að hjóla á youtube og athuga hvort þið finnið ekki eitthvað skemmtilegt. 

Við rákumst á nokkrar myndir af Rodman í glímutökum á einhverju ónefndu bloggi um helgina og datt í hug í framhaldinu að henda í sérstaka myndafærslu með Rodman þar sem hann er að gera einhvern geðveikan með einum eða öðrum hætti. Svona týpa ætti líklega erfitt uppdráttar í rétttrúnaðar fasismanum sem tíðkast í NBA deildinni í dag, en það er ástæða fyrir því að það hangir Bulls-treyja númer 91 uppi á vegg á skrifstofu NBA Ísland.