Tuesday, February 24, 2015

Nash og súrefnisþjófurinn


Ekkert okkar er nákvæmlega eins, sem betur fer, en sumt fólk er bókstaflega ekki í lagi. Hérna er heiðursmaðurinn og gæðapilturinn Steve Nash að lenda í klónum á manneskju sem er algjör sóun á súrefni. 

Við höfum allt of lágan tolerans gagnvart veiku fólki, það er einn af veikleikum okkar. En svo eru góðar líkur á því að þessi ágæti maður sem er að reyna að ná athygli Nash, sé alls ekkert veikur, heldur bara hálfviti. 

Það vekur upp í okkur Gamla Testamentið að horfa upp á svona. Við getum ekki sætt okkur við það að sé til svona fólk í heiminum. Fólk sem gerir ekkert annað en að spreða skít og ógæfu meðan það stelur súrefni frá öllum hinum - og er ekki einu sinni lamið í andlitið með felgulykli fyrir það. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt.