Wednesday, February 11, 2015
Barkley stríðir tölfræðinjörðunum
Það er gaman að sjá hvað Charles Barkley á enn auðvelt með að gera allt vitlaust með kjaftinum á sér. Tölfræðinördar heimsins eru froðufellandi af reiði eftir að Barkley lét ristilinn mása yfir Houston Rockets og tölfræðiþenkjandi framkvæmdastjóra félagsins.
Við héldum að fólk kæmi auga á það að þetta eru bara kyndingar hjá Barkley, en það er eins með þetta eins og annað - það má enginn segja neitt orðið án þess að vera krossfestur fyrir það.
Við erum reyndar nokkuð viss um að bæði Barkley og Shaquille O´Neal hafa ósköp litla trú á tölfræði fyrir lengra komna og auðvitað er það satt sem þeir segja, að þegar öllu er á botninn hvolft, eru það liðin með mestu hæfileikana sem vinna.
Barkley var vissulega nokkuð harðorður í garð Rockets, en það er erfitt að vera ekki sammála honum. Eða haldið þið kannski að Houston eigi eftir að komast upp úr fyrstu umferð í úrslitakeppninni í vor - hvað þá lengra?
Efnisflokkar:
Charles Barkley
,
Inside the NBA
,
Tölfræði