Sunday, January 25, 2015
Hlaðvarp NBA Ísland: 35. þáttur
Í 35. þætti Hlaðvarps NBA Ísland höldum við okkur að mestu í heimahögunum. Gestur þáttarins er ritstjóri karfan.is, Jón Björn Ólafsson, sem er manna fróðastur um gang mála í Domino´s deild karla.
Baldur Beck og Jón Björn ræða yfirburði KR í deildinni í vetur, hvaða lið séu líklegust til að ná heimavallarrétti í úrslitakeppninni og kíkja svo á fallbaráttuna. Einnig eru málefni landsliðsins á dagskrá. Jón Björn fór á fund með landsliðsþjálfaranum Craig Pedersen á dögunum þar sem línur voru lagðar fyrir stærsta sumar í sögu karlalandsliðsins. Þetta og margt fleira í 35. þætti Hlaðvarps NBA Ísland.
Smelltu hér til að fara á Hlaðvarpssíðuna og nálgast þetta góðgæti.
Efnisflokkar:
Hlaðvarpið