Þá er 34. þáttur Hlaðvarpsins okkar kominn á
þar til gerða síðu. Gestur að þessu sinni er Chicago-maðurinn Snorri Örn Arnaldsson, sem ræðir stöðu mála hjá sínum mönnum og keppinautum þeirra í Austurdeildinni. Annars er víða komið við í þættinum, sem er 90 mínútur að lengd eins og allt gott bíó. Njótið vel, elskurnar. Eins og þið vitið, getið þið hlustað á alla þætti Hlaðvarpsins
hérna.