Monday, October 13, 2014

Undir/yfir töflurnar


Þeir sem eiga eftir að heyra undir/yfir hlaðvörpin tvö geta heyrt þau með því að fara inn á þar til gerða síðu.  Um er að ræða þætti 30 og 31 í röðinni.

Þar spáðu þeir Baldur Beck og Gunnar Björn Helgason í spilin fyrir komandi leiktíð og "tippuðu" undir eða yfir á spár spilafíklanna í Las Vegas. 

Þetta er ljómandi góð leið til að gera sig að fífli eins og þið sjáið, því aðeins tveimur dögum eða svo eftir að bæði Baldur og Gunnar sögðu "yfir" á 57,5 sigra hjá Oklahoma, bárust þær fréttir að Kevin Durant myndi líklega ekki verða með Oklahoma City fyrstu vikurnar á tímabilinu vegna meiðsla. 

Þar með erum við ekki að segja að Oklahoma geti ekki unnið 58 leiki í vetur, það getur sko meira en verið þó Durant missi úr nokkra leiki. Þetta er bara dálítið dæmigert.

Við ákváðum að birta spár þeirra félaga hérna svo þið getið séð hvað þeir eru vitlausir þegar tímabilinu lýkur næsta vor. Þá þurfið þið ekki að hlusta á bæði hlaðvörpin aftur - þá er nóg að draga fram þessa töflu. 

Svo getið þið auðvitað gert ykkar eigin spá og séð hvernig ykkur tekst til í spámennskunni. Þeir Vegas-menn ná oft að vera glettilega nálægt þessu.