Monday, October 13, 2014

Hagvöxtur


Kaffimógúllinn Howard Schultz (til vinstri á myndinni) seldi hinum slímuga Clay Bennett körfuboltafélagið sitt Seattle Supersonics fyrir 350 milljónir dollara árið 2006.

Það er svipuð upphæð og Kevin Durant (sem Seattle tók númer 2 í nýliðavalinu árið eftir) fær fyrir skósamninginn sem hann var að gera við Nike þegar allir bónusar eru taldir.

Í dag eru "ómerkilegustu" klúbbarnir í NBA deildinni á borð við Milwaukee og Sacramento metnir á yfir 500 milljónir dollara. Fyrir skömmu var met slegið þegar Steve Ballmer keypti LA Clippers á tvo milljarða dollara.

Ætli Schultz sjái eftir sölunni?