Friday, October 10, 2014

Myndræn upphitun: Fjölmiðladagarnir í NBA


Það ríkir alltaf ákveðin spenna á fjölmiðladögunum í NBA deildinni. Við fáum að heyra hvert klisjuviðtalið á eftir öðru og allir eru rosalega bjartsýnir á gengi vetrarins.

Eins og venjulega hefur verið nokkuð um félagaskipti og svo eru nokkrir áhugaverðir nýliðar að bætast í flóruna, svo það er ekki úr vegi að henda hérna inn örfáum myndum frá fjölmiðladögunum. Þið eigið örugglega eftir að reka upp stór augu þegar þið sjáið eitthvað af þessum mönnum í nýjum búningum. Hér er (hrokalaust) á ferðinni besta mögulega sjónræna upphitunin fyrir komandi tímabil í NBA. Eitthvað af þessum myndum eru risastórar og fínar (prófa að smella á þær) flott að setja þær á desktoppinn heima og í vinnunni. Þetta er aaalveg að byrja, krakkar.