Tuesday, October 7, 2014

Fyrirsögn sem gefur til kynna að þrír menn varpi körfuboltum gjarnan í körfur með ágætum árangri


Gissur Gullrass á Grantland skrifaði stutta hugleiðingu um það sem hann telur bestu skytturnar í NBA deildinni. Fínt hjá honum. Eina ástæðan fyrir því að við minnumst á þetta er að okkur langar svo að sýna ykkur grafíkina sem fylgdi með og taka kredit fyrir hvað hún er sniðug og hugguleg. Það nær ekki nokkurri átt hvað Dirk er skotviss. Ekki halda að þetta sé eitthvað eðlileg tölfræði sem maðurinn er að bjóða upp á. Schnauze!