Tuesday, October 28, 2014

Brátt kemur Brúnar


Þetta er alveg frábær mynd. Meiri grísinn í ljósmyndaranum að ná henni. Hefur alveg örugglega verið óvart. Ef þú áttar þig ekki á samhenginu, er Anthony Davis í forgrunni og hálf skelkaður Tim Duncan bakatil.
Einn besti framherji/miðherji í sögu NBA deildarinnar, sem er á síðustu metrunum á ferlinum, fylgist með efnilegasta stóra manninum í dag. Manninum sem góðar líkur eru á að verði besti körfuboltamaður í heimi ef hann heldur heilsu.

Já, hann er alveg svona efnilegur hann Brúnar vinur okkar. Það verður alveg ógeðslega gaman að fylgjast með honum í vetur.