Thursday, October 30, 2014

Allir saman nú


Eins og við mátti búast er Nike búið að gera óguðlega dramatíska auglýsingu í kring um endurkomu LeBron James til Cleveland. Í kvöld spilar hann fyrsta heimaleikinn sinn þar síðan hann var dæmdur réttdræpur þar fyrir fjórum árum.


Þó svona dramatík sé kannski full mikið af svo góðu, er ekki annað hægt en að hafa gaman af metnaði Bandaríkjamanna í að smíða skemmtilegt narratíf og umgjörð um leikinn. Við ætlum amk ekki að missa af leiknum í kvöld - og heldur ekki annað kvöld, þegar LeBron og félagar mæta Bulls í Chicago í beinni á Stöð 2 Sport.

Þetta er byrjað, krakkar. Þetta er byrjað.