Saturday, September 27, 2014

Smá tölfræðipælingar


Gaman fyrir okkur hin að það hafi ekki verið mikið að gera hjá honum Jeremias Engelmann vini okkar undanfarið. Annars hefði hann sennilega ekki haft tíma til að taka þetta saman. Um er að ræða plús/mínus útreikninga síðustu fjórtán ára, sem hann er búinn að henda í töflu.

Því betri sem menn eru í varnarleiknum, því lengra eru þeir til hægri á lárétta ásnum. Því ofar sem menn eru á töflunni, því betri/skilvirkari eru þeir í sóknarleiknum. Vitum ekkert hvort er eitthvað að marka þetta - seljum það ekki dýrara frekar en annað - en það er alltaf gaman að skoða svona. Góða skemmtun, tölfræðinördar.