Tuesday, September 30, 2014

Þetta er að byrja


Við reynum áfram að birta ykkur dagskrárplön NBATV international - alþjóðlega hluta NBATV sem er með aðra dagskrá en samnefnd stöð í Bandaríkjunum (sem á það til að rugla fólk).

Það hefur oft komist illa til skila á liðnum árum, en þessa dagskrá (þ.e. lista yfir beinar útsendingar NBATV frá leikjum) er oftast að finna inn á dagskrársíðunni (Dagskrá/leikir í beinni - flipinn efst á síðunni) hér á NBA Ísland. Það kemur fyrir að við gleymum að uppfæra þetta í lok mánaðar og þá er ekki annað en að senda línu á nbaisland@gmail.com og ýta við okkur.

Hérna fyrir neðan eru fyrstu drög að beinum útsendingum frá undirbúningstímabilinu í NBA sem hefst á næstu dögum. Athugið að þetta getur átt það til að breytast með litlum fyrirvara og þá þýðir ekkert að grenja í okkur, elskurnar.

En já, gleðilega hátíð og góða skemmtun.