Friday, September 26, 2014

Fjögur löng ár


Fjögur ár eru ekki ýkja langur tími, en það veltur þó líklega á því hver er að telja dagana.
Ætla má að dagarnir hafi stundum verið lengi að líða hjá stuðningsmönnum Cleveland Cavaliers síðan uppáhaldssonur félagsins yfirgaf það árið 2010.

Síðan þá, hefur Cleveland-liðið verið eitt lélegasta liðið í NBA deildinni og sennilega lélegra en svartsýnustu menn hefðu gert sér í hugarlund. Nú er týndi sonurinn kominn heim á ný og er búinn að eignast nýja vini sem hann tekur með sér.

Já, það getur ansi margt gerst á fjórum árum í NBA deildinni. Meira að segja í Cleveland.