Monday, September 22, 2014

Góður Draumur maður

































Hakeem Olajuwon var sannarlega einstakur leikmaður. Við tókum því aldrei sem sjálfssögðum hlut að horfa á hann leika listir sínar á Milli-Jordan árunum. Það væri gaman að vita hvort hann væri með 40 eða 45 stig að meðaltali í leik ef hann væri að spila eins og hann gerði best í miðherjaleysinu í dag.

Og athugaðu að ef Olajuwon væri að spila í dag, væri hann þriggja stiga skytta líka. Það er ekkert rosalega langt á milli 18-20 feta skotanna sem voru sjálfvirk hjá honum og 23-24 fetanna sem gefa þrjú stigin. Pældu aðeins í því hverslags gereyðingarvopn Hakeem hefði verið ef hann hefði þróað með sér heiðarlegt þriggja stiga skot. Nóg var hann fyrir.

Fullt af fólki tróð höfðinu upp í ristilinn á sér og hætti að fylgjast með NBA körfuboltanum eftir 1993 og missti því af 24 mánaða dómínasjónum Nígeríumannsins á árunum 1994-95. Prófið að spyrja leikmann ársins 1995, David Robinson, hvað var að gerast á þessum tíma. Hann svarar því reyndar á lokasekúndunum í fyrra myndbrotinu hérna fyrir neðan. Gott ef Robinson fékk ekki garnaflækju eftir alla snúningana sem Draumurinn tók á hann.