Lið Bandaríkjanna er nú að æfa á fullu fyrir HM í körfubolta sem fram fer á Spáni eftir um það bil mánuð. Í kvöld spilaði liðið smá æfingaleik þar sem bláir kepptu við hvíta. Þarna er um að ræða blöndu af leikmönnum sem fara á HM og nokkra boxpúða sem þeir nota á æfingum. Það vakti eðlilega mikla kátínu þegar Derrick Rose bauð upp á þessa strax í upphafi leiks. Mikið erum við öll búin að sakna þess að horfa á þessa mennsku handsprengju spila körfubolta.