Í 24. þætti hlaðvarps NBA Ísland situr Kjartan Atli Kjartansson aðstoðarþjálfari Stjörnunnar fyrir svörum. Farið er yfir víðan völl og á meðal umræðupunkta má nefna Russell Westbrook, Lance Stephenson, Oklahoma City, Indiana Pacers og svo er auðvitað spáð í spilin fyrir úrslitaeinvígi San Antonio og Miami sem hefst á fimmtudagskvöldið. Smelltu hérna til að fara á hlaðvarpssíðuna ef þú ratar ekki á hana.