Wednesday, April 16, 2014
Barnett að kveðja
Þeir segja að Jim Barnett, maðurinn sem hefur lýst leikjum Golden State Warriors í gegn um súrt og sætt í þrjá áratugi, taki sinn síðasta leik í kvöld. Forráðamenn félagsins tilkynntu að samningur yrði ekki endurnýjaður við Barnett og vitnað var í gömlu "sameiginlegu ákvörðunina." Einmitt.
Við verðum bara að segja eins og er, að þetta eru drullu leiðinlegar fréttir! Það er eins og ekkert megi endast lengur. Verður alltaf að breyta öllu og fokka í öllu, helst því sem virkar, og fá það til að virka ekki. Helvítis rugl. Það verður hrikaleg eftirsjá í Barnett. Hann er algjör fagmaður og er á pari við þess gömlu góðu eins og Ralph Lawler hjá Clippers. Hann hefur fylgt okkur í gegn um ófáa leikina og alltaf náði hann að gera hlutina áhugaverða, þó liðið hans gæti ekki skít árum saman.
Þeir sem vilja sýna Barnett stuðning geta farið inn á þessa síðu. Það skiptir máli. #KeepJim
Efnisflokkar:
Fagmennska
,
Lýsingar
,
Warriors