Í kvöld og nótt fer fram síðasta umferðin í deildakeppninni í NBA, þar sem öll 30 liðin verða í eldlínunni. Enn er ekki endanlega ljóst hvaða lið munu mætast í úrslitakeppninni og því eru leikir eins og viðureign Memphis og Dallas gríðarlega áhugaverðir.
Memphis og Dallas eru nefnilega að spila hreinan úrslitaleik upp á 7. sætið í Vesturdeildinni og losna þar með við að mæta San Antonio skrímslinu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Liðið sem vinnur leikinn mætir annað hvort Oklahoma eða LA Clippers í fyrstu umferð. Til mikils er að vinna, því Memphis og Dallas eru bæði 0-4 á móti Spurs í vetur.
Liðið sem vinnur leikinn mætir annað hvort Oklahoma eða LA Clippers í fyrstu umferð. Til mikils er að vinna, því Memphis og Dallas eru bæði 0-4 á móti Spurs í vetur.
Sigurvegarinn í slag Griz og Mavs nær þar með í 50. sigur sinn á leiktíðinni og verður þá sjöunda liðið í Vesturdeildinni til að vinna 50 leiki. Metið er átta lið, en það var sett í vestrinu árin 2008 og 2010.
Útlit er fyrir að liðið í 8. sætinu í Vesturdeildinni myndi ná þriðja sætinu inn í úrslitakeppnina ef það væri í Austurdeildinni.
Útlit er fyrir að liðið í 8. sætinu í Vesturdeildinni myndi ná þriðja sætinu inn í úrslitakeppnina ef það væri í Austurdeildinni.
Oklahoma tryggir sér annað sætið í vestrinu með sigri á Detroit á heimavelli í nótt, en undirmannað Clippers-liðið þarf að sækja sigur til Portland og treysta á að Oklahoma tapi til að eiga séns á þriðja sætinu. Oklahoma er búið að vinna síðustu níu leikina sína gegn Detroit.
Svo er víst eitthvað að gerast í Austurdeildinni...
Svo er víst eitthvað að gerast í Austurdeildinni...