Wednesday, March 26, 2014

Vestlæg átt, þykknar upp síðdegis


Hérna er tafla sem sýnir hvaða tíu lið í NBA deildinni hafa skarað fram úr í tölfræðinni í síðustu tíu leikjum. Þarna sérðu hvar liðin ranka í sókn, vörn og svo heilt yfir. Eitthvað þarna sem vekur sérstaklega áhuga þinn?

Það þarf ekki að koma á óvart að 90% liðanna á listanum séu úr Vesturdeildinni, sérstaklega þegar Miami og Indiana eru í skitukeppni þessa dagana. Sannarlega saga til næsta bæjar að Toronto af öllum liðum sé með þessi læti, eitthvað sem fáir hefðu séð fyrir.