Það er fátt eðlilegt við Ronald Jerome "Popeye" Jones, aðstoðarþjálfara Indiana Pacers.
Hann frákastaði eins og kolkrabbi á sínum tíma og virðist hafa eitthvað vit á körfubolta þó hann líti ekki út fyrir að vera mikið greindari en notuð Nilfisk-ryksuga.
Ekki vann maðurinn í genalottóinu, svona útlitslega séð, en hann er sannarlega kómískur að sjá. Það var staðfest í nótt þegar "Stjáni" bauð upp á þessa tvo stórkostlegu svipi á þeim stutta tíma sem myndavélar ESPN sjónvarpsstöðvarinnar pönnuðu yfir grillið á honum.
Hversu kjörið er þetta viðurnefni samt? Pop-eye? Stundum er einmitt engu líkara en að augun séu að poppa út úr hausnum á honum.
Fyrst bauð hann upp á þennan lúmska ráðabruggs-Stjána, sem er algjör Dawg!
Og svo hjólar hann í Popp-augun aftur - svona eins og einhver hafi sagt honum að David Moyes hafi verið útnefndur knattspyrnustjóri mánaðarins!
Ah, þessi fagmaður.