Traustur og rokkþenkjandi lesandi NBA Ísland sendi okkur ábendingu um tvífara vikunnar að þessu sinni. Þetta er of gott til að sleppa því. Hér er auðvitað aðeins verið að vitna í að mennirnir séu keimlíkir útlitslega, enda dettur engum í hug að kenna ágætan þjálfara ÍR-inga við
kirkjubrennur og þeim mun verri ósiði.