Það er útlit fyrir að þetta verði langur vetur hjá ÍR-ingunum. Þeir áttu aldrei möguleika í Ásgarðinum í kvöld þar sem þeir steinlágu 89-61. ÍR hefur aðeins náð að vinna Val og Skallagrím í deildinni, sem er hið besta mál út af fyrir sig, en virðist ekki eiga erindi í sterkari lið í bili.
Lið Stjörnunnar er búið að taka dálítið jójó undanfarið en það hefur kannski eitthvað með það að gera hvað liðin í deildinni eru missterk. Stjarnan skíttapaði fyrir Grindavík með 20 stigum um daginn, en beitir svo ÍR svipuðum fantabrögðum í kvöld og vinnur risasigur. Mikill munur á þessum þremur liðum.
Við erum enn að reyna að reikna hvar Stjarnan á að fá 30 stigin sem hurfu á braut með þeim Jovan Zdravevski og Brian Mills. Vorum búin að ákveða að Marvin Valdimarsson fengi megnið af þeim, að minnsta kosti fleiri skot. Marvin er allt of kurteis og þarf að reyna að vekja sinn innri J.R. Smith.
Hey! Myndir.