Golden State er sem fyrr með bestu þriggja stiga nýtinguna í NBA deildinni og ekki laust við að menn spyrji sig af hverju liðið tekur ekki fleiri langskot. Lið eins og Houston og New York taka fleiri þrista, en hitta ekki nærri því eins vel. Takið eftir því hvað Golden State og Miami eru í algjörum sérflokki í 3ja stiga nýtingunni. Ótrúlegar tölur.
Þeir brennubræður Steph Curry og Klay Thompson halda bara áfram að raða þristum og halda flugeldasýningar nánast á hverju einasta kvöldi. Afköst þeirra og nýting hafa þegar skipað þeim félögum sess í sögu NBA deildarinnar, þó þeir séu nýkomnir með bílpróf. Hvar endar þetta hjá þessum snillingum?
Við klipptum út þessar tvær töflur í gær. Efri taflan sýnir skotglöðustu liðin fyrir utan og svo sú neðri hittnustu liðin fyrir utan. Þetta ætti að útskýra sig sjálft. Gaman að glugga í þetta. Smelltu til að stækka.