Sunday, November 24, 2013

Tvífarar vikunnar (aftur)


Stundum þarf bara að velja tvífara vikunnar tvisvar í viku. Við höfum stundum velt því fyrir okkur hvort Ricky Gervais sé að herma eftir Martin Jol þegar hann leikur nýju hetjuna sína Derek.

Derek þessi er einfeldningur sem vinnur á elliheimili og hrífur allt og alla með sér með hlýju sinni og einlægni þó hann sé ekki greindari en póstkassi. Martin Jol þekkja flestir sem knattspyrnustjóra Tottenham og Fulham, en færri vita kannski að hann á bræður sem heita Dick og Cock. Án gríns. Þú getur t.d. lesið um það neðst í þessari grein