Sunday, November 24, 2013

Uppfærð dagskrá


Gleður okkur að tilkynna að desemberdagskráin á NBATV sjónvarpsstöðinni liggur nú fyrir og er komin inn á þar til gerða dagskrársíðu hér á NBA Ísland.

Í hverjum einasta mánuði fáum við fjölda tölvupósta þar sem við erum spurð út í dagskrármálin, því svo virðist sem fólk átti sig hreinlega bara ekki á því að það er sérstök undirsíða tileinkuð dagskrá á Íslandinu okkar.

Einhver hefði sagt að hún lægi í augum uppi, en svona er þetta stundum. Við ákváðum því að láta fylgja með mynd að þessu sinni, sem ætlað er að reyna að útskýra hvar nálgast má yfirlit yfir beinar útsendingar á NBATV. Gjörið svo vel elskurnar og góða skemmtun í jólamánuðinum.