Flestum sem búa utan Vestfjarðakjálkans góða, vex það í augum að bruna alla leið á Ísafjörð jafnvel þó gæðakörfubolti sé í boði. Þess vegna er ómetanlegt að fyrir vestan sé metnaðarfullt fólk sem sýnir leiki KFÍ á netinu og tekur svo saman svona fallega pakka handa okkur sem búum í öðru landshlutum, hvort sem það er á Vopnafirði, Djúpavogi, Höfn, Reykjavík, Stykkishólmi, Hvammstanga, Húsavík eða Kópaskeri. Hérna fyrir neðan eru léttar svipmyndir frá leik KFÍ og Grindadvíkur í gær. Þetta er vel gert.