Saturday, November 30, 2013
Stoðsendinga-Stefán
Lance Stephenson, leikmaður Indiana Pacers, er sá eini sinnar tegundar í heiminum. Hann er svona költ-leikmaður. Ef hann væri rokkhljómsveit, væri hann Celtic Frost.
Stephenson bauð upp á dálítið fyndna tvennu í nótt þegar hann hirti 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í leik þar sem Indiana pissaði yfir Washington 93-73 og fór í 15-1 á leiktíðinni. Stephenson náði ekki þrennunni af því skoraði ekki nema sjö stig úr skotunum sínum sjö (og tapaði boltanum reyndar átta sinnum, sem er ekkert spes), en það voru sendingarnar hans sem stóðu upp úr í þessum leik.
Það er líka ekki á hverjum degi sem menn bjóða upp á svona huggulegheit:
Heimild: áttastigáníusekúndumpunkturkom.
Efnisflokkar:
Lance Stephenson
,
Pacers
,
Sigurgöngur
,
Stoðsendingar
,
Team Lance
,
Tilþrif
,
Velgengni