Saturday, November 30, 2013

Ó Russ


Þið vitið vel að við elskum Russell Westbrook. Okkur leiddist því ekki lífið í nótt þegar Russ bauð upp á þessa frábæru sigurkörfu í æsilegum leik Oklahoma og Golden State.



Golden State hefur nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum eftir fína byrjun, en stuðningsmenn Warriors hafa líklega ekki stórar áhyggjur af því, enda skrifast töpin að mestu leyti á meiðsli lykilmanna. Það eru alltaf meiðsli hjá Golden State, en það að missa Stephen Curry og Andre Iguodala (leikstjórnendur liðsins) var bara of mikið.

Nú er Curry kominn til baka og hirti meira að segja 11 fráköst í nótt. Styttist líka í Iguodala sem er meiddur á læri. Við skulum vona að Golden State verði búið að taka meiðslakvótann út í úrslitakeppninni í vor. Við nennum ekki að díla við neitt "hvað ef" varðandi þetta lið í úrslitakeppninni. Það er kominn tími til að sjá hvað þetta lið getur þegar allir eru heilir(ish).