Alltaf að græða meira. Það er mottóið í NBA og Bandaríkjunum öllum. Ef þú ert með eitthvað sem hægt er að markaðssetja og selja, þýðir ekkert að sitja á rassinum láta sig dreyma.
NBA deildin ætlar þessu samkvæmt að halda áfram að bjóða upp á sérstaka jólabúninga fyrir liðin sem spila meðan hátíðin stendur sem hæst í næsta mánuði. Ætti að vera hægt að selja þetta - þó þetta sé hest-ljótt og ermasítt. Hérna fyrir neðan sjáið þið myndir af treyjunum alræmdu.
Ertu að meta þetta, þó þetta líkist kannski frekar náttfötum en keppnistreyjum?