Thursday, November 21, 2013

Rotið Epli


Hér sjáum við morðvopnið á bak við enn eitt tapið hjá New York Knicks á heimavelli. Liðið var með leikinn við Indiana gjörsamlega í höndum sér þegar Iman Shumpert ákvað að brjóta á Paul George í þriggja stiga skoti og gefa honum tækifæri til að jafna og senda leikinn í framlengingu.

Auðvitað vann Indiana aukaleikhlutann og svínað Knicks í 3-8, þar af 1-6 á heimavelli. Þetta lítur ekkert rosalega vel út hjá liðunum tveimur í Stóra Eplinu þessa dagana.

Vissulega setja meiðsli strik í reikninginn bæði hjá Knicks og Nets (líka 3-8), en það verður bara að setjast eins og er að grannarnir eru báðir gjörsamlega að drulla á sig. Aðeins Milwaukee (2-8) hefur gert betur í buxurnar í Austurdeildinni það sem af er leiktíðinni.

Við vitum að skammtastærðin er enn lítil, en ef úrslitakeppnin hæfist í dag, myndu tvö lið með innan við 40% vinninshlutfall fara í hana í Austurdeildinni. Þar af lið með 36% vinningshlutfall (Detroit). Alltaf sömu risarnir þarna austanmegin.