Eins og þið vitið, skoraði Cristiano Ronaldo nokkur mörk fyrir landsliðið sitt sem urðu þess valdandi að Portúgalar fara til Brasilíu á fótboltamót næsta sumar - meðan þeir sænsku verða heima og horfa á sjónvarpið.
Takið eftir því hvað sjónvarpsþulnum portúgalska hundleiðist sú straðreynd að Ronaldo sé að skora þarna. Hvað hann sofnar næstum því við þetta.