Thursday, November 28, 2013

Refurinn Kidd


Ferlegt að eiga engin leikhlé þegar allt er í járnum í lokin. Þá verða menn bara að leika af fingrum fram og ef einhver refurinn kann svoleiðis, er það Jason Kidd. Gárungarnir tala um að þetta sé eina kerfið sem Kidd hefur klárað með Nets í vetur. Þetta var annað hvort hrikalega ómerkilegt eða snilld hjá Kidd, en hvort sem það var, dugði það Nets ekki til sigurs frekar en venjulega. Þunglyndið í New York verður ekki mikið meira.