Tuesday, October 1, 2013
Harmleikur Ryan Anderson
Ryan Anderson, framherji New Orleans Pelicans, lenti í lífsreynslu sem enginn ætti að þurfa að upplifa í sumar. Kærastan hans, raunveruleikasjónvarpsstjarnan Gia Allemand, fyrirfór sér í ágúst. Hún hengdi sig og var það Anderson sem kom að henni. Þetta er viðbjóður.
Anderson er mættur í slaginn með Pelíkönunum og er að reyna að dreifa huganum með því að spila körfubolta. Hann nýtur stuðnings félaga sinna og fjölskyldu á þessum hrikalegu tímum.
Við fundum nokkur fréttamyndbönd þar sem greint var frá sjálfsvígi Allemand, en þau eiga það öll sammerkt að vera sögð af samvisku-lausum og hrokafullum slúðurk***m sem allt þykjast vita.
Það er næstum því fallegt hvað þetta er falskt og ógeðslegt.
Hérna geturðu séð þegar Anderson mætir í jarðarförina. Það engin leið að setja sig í spor hans. Ætla má að næsta árið eða svo verði helvíti á jörðu fyrir hann. Stundum meikar lífið bara engan andskotans sens. Við skulum öll hugsa fallega til Anderson á þessum erfiðu tímum.
Efnisflokkar:
Dánarfregnir og jarðarfarir
,
Ryan Anderson
,
Þunglyndi